Laust núna
Skrifstofurými á 4. hæð
Húsnæðið skiptist upp í stórt opið rými, eia lokaða skrifstofu, eitt stórt fundarherbergi og annað minna, rúmgott eldhús/ kaffistofu með stórum borðkrók og kælt tæknirými. Snyrtingar eru í nsameign á hæðinni. Á gólfum er vínilparket. Vandað kerfisloft og lýsing í loftum og er innbyggð loftræsting til staðar. Aðgengi fatlaðra er gott að húsinu og inn á hæðina um lyftu. Skrifstofuhúsnæði í háum gæðaflokki sem mun þjóna öllum nútímaþörfum. Í kjallara hússins er stór bílageymsla, búningsklefar og hjólageymsla. Húsnæðinu tilheyrir 9 bílastæði í bílageymslu.
Geymslur með aðkomu frá bílastæðahúsi Höfðatorgi
Geymslurými í kjallara sem geta leigst utan að komandi og þarf ekki að vera bundið annari leigu í Katrínartúni 4. 24 tíma aðgengi.
Hafðu samband og síðan setjumst niður saman og finnum út hvaða húsnæði hentar best fyrir þinn rekstur.