Gott að hafa í huga

Hvað er umhverfisvottun?
+

Til eru nokkrar mismunandi tegundir umhverfisvottana fyrir byggingar en almennt eru markmiðin með notkun þeirra að: 

- Auka gæði bygginga

- Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum  

- Byggja heilnæmar og öruggar byggingar

- Draga úr rekstrarkostnaði

 

Þegar bygging er byggð eftir vistvottunarkerfi leggjast byggingar- og þróunaraðilar á eitt um að velja umhverfisvæn byggingarefni, tryggja gott aðgengi að sjálfbærum samgöngumátum og að orkunýtni sé með besta móti svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi hafa tvö vottunarkerfi verið notuð til þess að vistvotta byggingar og svæði, BREEAM vottunarkerfið og vottunarkerfi Svansins.​

Hvað er BREEAM vottun?
+

BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi í heimi fyrir byggingar sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma. BREEAM vottunarkerfið notar viðurkenndan kröfuramma við frammistöðumat á hönnun, verktíma og rekstrartíma byggingar en tekið er tillit til fjölmargra þátta, allt frá vistfræði til orkunotkunar.

BREEAM In-Use

BREEAM tekur ekki einungis til nýbygginga því einnig er til BREEAM In-Use sem útvegar eigendum þegar byggðra bygginga, íbúum, mannvirkjastjórum og fjárfestum sannfærandi aðferð til þess að meta áhrif og frammistöðu bygginga sinna og ákvarða hvar tækifæri liggja til umbóta.

Af BREEAM In-Use veitist margvíslegur ávinningur en allar tegundir bygginga geta notað BREEAM In-Use matsferlið. Við það gefst færi á að:

- ​draga úr rekstrarkostnaði eignar

- hámarka árangur eignar í umhverfismálum

- fá yfirsýn yfir frammistöðu eignasafns í heild-

- uppfylla umhverfislöggjöf og staðla, þar á meðal ISO 50001 og ISO 1400

- efla innri úttektir, rýniferli, og gildi og söluhæfi eignar

Hvað er Svansvottun?
+

Svanurinn er sam-norrænt vottunarkerfi sem margir ættu að þekkja enda víða sjáanlegt á vörum af ýmsum toga. Svanurinn vottar bæði vörur og þjónustu og er vottunarkerfi Svansins fyrir byggingar í örum vexti á Norðurlöndunum og víðar. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og sér starfsfólk þess um að aðstoða fyrirtæki í gegnum vottunarferlið og að gefa leyfi til notkunar merkisins

Nánari upplýsingar um umhverfisvottun má finna á www.graennibyggd.is